God of War Ragnarök Fær Frábær Viðbrögð
21.11.2022 | 13:03
God of War Ragnarök er framhald God of War leiksins sem kom út árið 2018 og hann er að fá frábær viðbrögð. Leikurinn er með 94 af 100 stigum inná Metacritic sem þýðir að hann er með næst hæstu einkunn allra Playstation 5 leikja, Elden Ring er í fyrsta sæti með 96. Báðir leikirnir eru tilnefndir fyrir besta leik ársins. Hérna er umsögn um leikinn frá Forbes, sem gáfu leiknum 95 í einkunn.
,,God of War Ragnarök er gullfallegur og hjartnæmur leikur sem er ekki lengur bara um föður að kynnast syni sínum heldur er hann líka um hefnd, fyrirgefningu og að reyna breyta örlögum og þeim sem við áður vorum, sem er hvoru tveggja jafn erfitt. Það er næstum því ómögulegt að ímynda sér að þeir sem elskuðu fyrsta leikinn munu ekki líka við þennan fyrir utan leiðinlega kafla hér og þar.
Upprunalega umsögnin er hægt að finna hér: Forbes
Leikurinn kom út þann 9. nóvember og hægt er að fá hann á Playstation 5 og Playstation 4.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.