God of War Ragnarök Fær Frábær Viðbrögð

God of War Ragnarök er framhald God of War leiksins sem kom út árið 2018 og hann er að fá frábær viðbrögð. Leikurinn er með 94 af 100 stigum inná Metacritic sem þýðir að hann er með næst hæstu einkunn allra Playstation 5 leikja, Elden Ring er í fyrsta sæti með 96. Báðir leikirnir eru tilnefndir fyrir besta leik ársins. Hérna er umsögn um leikinn frá Forbes, sem gáfu leiknum 95 í einkunn.

Kratos og þór

,,God of War Ragnarök er gullfallegur og hjartnæmur leikur sem er ekki lengur bara um föður að kynnast syni sínum heldur er hann líka um hefnd, fyrirgefningu og að reyna breyta örlögum og þeim sem við áður vorum, sem er hvoru tveggja jafn erfitt. Það er næstum því ómögulegt að ímynda sér að þeir sem elskuðu fyrsta leikinn munu ekki líka við þennan fyrir utan leiðinlega kafla hér og þar.”

Upprunalega umsögnin er hægt að finna hér: Forbes

Leikurinn kom út þann 9. nóvember og hægt er að fá hann á Playstation 5 og Playstation 4.

 

Overwatch 2, Skiptar Skoðanir

tracerOverwatch 2 kom út fyrir stuttu og spilarar hafa skiptar skoðanir um leikinn. Leikurinn á að vera framhaldsleikur en spilurum finnst of lítið hafa breyst til þess að telja leikinn með sem alvöru framhaldsleik. Overwatch 2 er ,,free to play” leikur sem þýðir að það þarf ekki að kaupa leikinn til þess að spila en fyrirtækið á bakvið leikinn þarf einhvern veginn að græða pening  þannig að í staðinn fyrir að kaupa leikinn er sjoppa í leiknum þar sem hægt er að kaupa ýmsar stafrænar vörur sem breyta útliti þínu í leiknum, meðal annars. Einnig hefur svokölluðu Battle Pass verið bætt við í leikinn. Þetta hefur vakið mjög mikla reiði í Overwatch samfélaginu þar sem þeim finnst að stafræna skrautið kosti of mikið. Nýjar hetjur eru líka læstar á bakvið þennan Battle Passa. Hægt er að kaupa Battle Passann til þess að fá nýjar hetjur strax og þær koma út eða með því að spila þangað til þú kemst upp í level 55. Þetta hefur einnig ollið mikilli reiði innan Overwatch samfélagsins. Hetjur í Overwatch gætu verið það mikilvægasta í leiknum og ef ný hetja sem er mjög góð kemur út gæti það verið mjög ósanngjarnt fyrir þá sem geta ekki spilað hana. 1000 Overwatch coins er hversu mikið Battle Passið kostar sem er 1.430 íslenskar krónur.

Þrátt fyrir allt það sem ég hef minnst á þá er Overwatch 2 enn þá mjög vinsæll leikur og það eru margir sem spila hann enn þá og njóta þess. Ný hetja var tilkynnt á Overwatch rafíþróttamóti og þessi nýja hetja heitir Ramattra.

Næsta Hetja Overwatch 2

Ramattra er næsta hetjan sem mun bætast við í Overwatch 2 og myndband kom út sem fjallar um hann. Ramattra er Omnic (vélmenni) sem var hannaður til þess að leiða Omnica í stríð. En það eina sem hann vill í rauninni er betra líf fyrir Omnica. Omnicar eru friðsamlegir og hugleiddu mikið um alheiminn og stað þeirra í alheiminum. Omnicarnir reyndu og vildu vera í friðsamlegri sambúð með mannkyninu en Ramattra heldur að mannkynið hafi ekki áhuga á að deila heiminum með þeim.

Ramattra Origin Story _ Overwatch 2 0-50 screenshot

,,Hversu margir Omnicar þurfa að deyja til þess að kynda drauma mannkynsins?”

Það er aðeins til ein kynslóð af Omnicum, það er ekki hægt að búa til fleiri Omnica. Hún er takmörkuð og Omnicarnir eru að deyja alltof hratt. Þess vegna tekur Ramattra málið í sínar eigin hendur.

Ramattra Origin Story _ Overwatch 2 1-22 screenshot

,,Gangið til liðs með mér og í sameiningu munum við búa til betri framtíð fyrir alla Omnica!”

Zenyatta, önnur spilanleg hetja í Overwatch er líka Omnic eins og Ramattra. Þeir þekkjast en hafa öðruvísi aðferðir. Ramattra kemur í Overwatch 2 þann 6. desember á sama tíma og Season 2 uppfærslan kemur út. Það verður hægt að fá hann í gegnum Battle Passið.

Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir neðan:


The Game Awards Tilnefningar Tilkynntar

The Game Awards (TGA) er árleg viðurkenningarhátíð þar sem bestu tölvuleikir ársins fá afhent verðlaun og nýir tölvuleikir eru tilkynntir. TGA er nokkuð eins og Óskarsverðlaunin nema tileinkað tölvuleikjum. Aðalviðurkenningin er fyrir besta leik ársins en aðrar viðurkenningar eru líka í boði eins og fyrir besta leikstýrða leikinn, bestu listina sem er í leik o.s.frv. Leikirnir sem voru tilnefndir í ár fyrir besta leik ársins eru: Stray, Xenoblade Chronicles 3, A Plague Tale Requiem, Elden Ring, Horizon Forbidden West og God of War Ragnarök. TGA hafa sína eigin nefnd sem kýs um hver verðskuldar viðurkenningarnar en almenningur getur líka kosið um hvað þau vilji að vinni viðurkenningu. Nefndin hefur 90% af valdinu en almenningur 10%. Hátíðin verður haldin þann 9. desember klukkan 01:00 sem er mjög óheppileg tímasetning fyrir Íslendinga.

Game awards tilnefningar


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband